Erlent

Engir íslendingar á brunasvæðinu í London

Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi.

Þurý býr rétt við hverfið sem bruninn er á og segir það ekki íbúðahverfi, heldur svæðið þar sem Ólympíuþorpið mun rísa. Þar séu helst gömul hús og verksmiðjur.

Þurý segir sendiráðið ekki hafa vitneskju um að Íslendingar hafi lent í vandræðum út af brunanum. Þó hafi mikill reykur legið yfir nálægum hverfum og fólk með öndunarerfiðleika hafi verið ráðlagt að halda sig innivið.

Helstu áhyggjuefni íbúa nú eru óljósar upplýsingar um hvort asbest gæti reynst í byggingunni sem er að brenna. Fregnir um það eru þó óljósar á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×