Erlent

Hicks látinn laus

Ástralinn David Hicks, eini fanginn í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, sem hlotið hefur dóm fyrir aðild að hryðjuverkum, var látinn laus úr fangelsi í heimalandi sínu í morgun. Hicks játaði í mars að hafa aðstoðað al Kaída hryðjuverkasamtökin þegar hann var í Afganistan og var dæmdur í sjö ára fangelsi.

Herdómstóll ákvað að hann yrði aðeins að afplána níu mánuði af þeim dómi heima í Ástralíu. Honum er nú bannað að fara úr landi í heilt ár að hafa samband við menn sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn. Hann má ekki segja sögu sína í fjölmiðlum fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári og þá með takmörkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×