Erlent

Vill endurvinna traust Frakka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sarkozy Frakklandsforseti þarf að endurvinna traust landa sinna.
Sarkozy Frakklandsforseti þarf að endurvinna traust landa sinna.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ætlar að endurvinna traust sitt á meðal almennings en það hefur beðið hnekki vegna vikulangra verkfalla og óeirða í úthverfum Parísarborgar. Þetta sagði forsetinn í sjónvarpsviðtali í gær. Þrýst er á forsetann að grípa til aðgerða í efnahagsmálum en skoðanakannanir benda til að Frakkar séu svartsýnir á atvinnuhorfur og verðbólguþróun í landinu. Skoðanakannanir benda einnig til þess að fylgi Sarkozys fari minnkandi og sé talsvert undir væntingum hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×