Enski boltinn

Alan Ball látinn

Alan Ball stendur hér við hlið Alex Ferguson á leik Manchester United og Manchester City fyrir áratug
Alan Ball stendur hér við hlið Alex Ferguson á leik Manchester United og Manchester City fyrir áratug NordicPhotos/GettyImages
Alan Ball, yngsti leikmaður enska landsliðsins sem vann heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1966, er látinn. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu í morgun. Ball spilaði 72 landsleiki fyrir England og spilaði með Everton, Arsenal og Southampton. Hann varð síðar knattspyrnustjóri Portsmouth, Manchester City og Southampton. Hann var aðeins 61 árs gamall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×