Erlent

Rooney hetja Manchester United gegn Milan

Wayne Rooney skorar fyrra mark sitt gegn Milan í kvöld.
Wayne Rooney skorar fyrra mark sitt gegn Milan í kvöld. MYND/AP

Wayne Rooney var hetja Manchester United sem lagði AC Milan 3-2 í fyrri leik undanúrslita í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Rooney tryggði United sigur með marki þegar hálf mínúta var komin fram yfir venjlegan leiktíma.

United komst yfir snemma leiks með marki frá Cristiano Ronaldo en Kaka jafnaði metin fyrir Milan á 22. mínútu. Hann kom svo Milan yfir í leiknum á 37. mínútu og þannig var staðan í leikhléi.

Rooney jafnaði leikinn fyrir United á 59. mínútu og tryggði United svo sigurinn sem fyrr segir. Liðin mætast aftur í Mílanó 2. maí og þá ræðst hvort liðið fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×