Erlent

Rauðar kindur auðga tilveru ökumanna

Skoskur bóndi hefur litað 54 kindur sínar rauðar í því augnamiði að auðga útsýni ökumanna sem lenda í umferðarteppu á nærliggjandi hraðbraut. Andrew Jack er bóndi við M8 hraðbrautina í Vestur Lothian. Hann sagði í viðtali við dagblaðið the Schotsman að kindurnar vektu verðskuldaða athygli.

Jack notaði dýravænt litasprey þegar hann litaði flokkinn. Hann segist munu láta þær vera rauðar þar til komið er að rúningu.

Hugmyndina segir Jack koma frá  viðskiptafyrirtæki í nágrenninu sem vildi halda umferð gangandi í nálægð fyrirtækisins.

Hún kemur í framhaldi af listaverkefni í tengslum við M8 hraðbrautina, en þá voru sett upp ýmis listaverk við hraðbrautina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×