Enski boltinn

Slagæð skarst og blóðið spýttist út

James Vaughan var í sviðsljósinu í leik Everton og Bolton í dag.
James Vaughan var í sviðsljósinu í leik Everton og Bolton í dag. MYND/Getty

James Vaughan, hinn ungi framherji Everton, varð fyrir því óláni að rífa slagæð í vinstri fæti í leiknum við Bolton í dag eftir tæklingu frá Abdoulaye Meite. Atvikið leit afar illa út enda spýttist blóðið hreinlega úr fæti leikmannsins í fyrstu. Hann var borinn af velli en verður þó ekki lengi frá, að því er stjórinn David Moyes segir.

"Auðvitað var þetta slæmt og leit hrikalega út en hann er ekki brotinn. Slagæðin skarst og því spýttist blóðið út um allt," sagði Moyes eftir leikinn, en búist er við því að Vaughan verði aðeins frá æfingum í um vikutíma vegna meiðslanna.

Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem læknar saumuðu fyrir gatið á æðinni. Vaughan hafði áður skorað jöfnunarmark Everton í leiknum, sem endaði með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×