Flugu milli Íslands og Færeyja Þórir Guðmundsson skrifar 6. september 2007 18:10 Átta rússneskar herflugvélar fóru inn í íslenska flugumferðarsvæðið í morgun án þess að tilkynna flugmálayfirvöldum um komu sína. Flug rússneskra herflugvéla yfir Norður-Atlantshafi er að verða reglubundið - ekkert ósvipað því sem var á kaldastríðstímanum. Í þetta skipti urðu Norðmenn varir við Rússana þar sem þeir komu frá Kolaskaga og flugu meðfram lofthelgi Noregs. Norðmenn sendu tvær F-16 flugvélar til móts við Rússana og fylgdu þeim í suðurátt. Rússnesku vélarnar átta héldu áfram, flugu á milli Íslands og Færeyja - innan íslenska flugumferðarsvæðisins en utan lofthelgi - og fóru í átt að Bretlandi. Þar tóku breskar herflugvélar á móti þeim. Flugvélarnar átta flugu tvær og tvær saman og að minnsta kosti einhverjar þeirra voru af gerðinni Tupolev 95, sem innan NATO eru kallaðar Birnir. Þegar Rússarnir voru komnir suður fyrir Færeyjar sneru þeir við og rötuðu sömu leið heim, framhjá Noregi þar sem F-16 þoturnar tóku á móti þeim á ný. Á meðan þessu fór fram voru rússneskar og kínverskar sérsveitir við sameiginlegar æfingar rétt fyrir utan Moskvu. Um eitt þúsund sérsveitamenn tóku þátt í æfingunni. Svo vill til að síðast þegar rússneskir "birnir" flugu suður á milli Íslands og Noregs - um miðjan ágúst - þá voru Kínverjar og Rússar líka með sameiginlegar heræfingar. Talsmaður norska hersins sagði í samtali við Stöð tvö að leiðin sem rússnesku herflugvélarnar fóru í morgun virtist nú vera orðin hefðbundin á ný, fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Átta rússneskar herflugvélar fóru inn í íslenska flugumferðarsvæðið í morgun án þess að tilkynna flugmálayfirvöldum um komu sína. Flug rússneskra herflugvéla yfir Norður-Atlantshafi er að verða reglubundið - ekkert ósvipað því sem var á kaldastríðstímanum. Í þetta skipti urðu Norðmenn varir við Rússana þar sem þeir komu frá Kolaskaga og flugu meðfram lofthelgi Noregs. Norðmenn sendu tvær F-16 flugvélar til móts við Rússana og fylgdu þeim í suðurátt. Rússnesku vélarnar átta héldu áfram, flugu á milli Íslands og Færeyja - innan íslenska flugumferðarsvæðisins en utan lofthelgi - og fóru í átt að Bretlandi. Þar tóku breskar herflugvélar á móti þeim. Flugvélarnar átta flugu tvær og tvær saman og að minnsta kosti einhverjar þeirra voru af gerðinni Tupolev 95, sem innan NATO eru kallaðar Birnir. Þegar Rússarnir voru komnir suður fyrir Færeyjar sneru þeir við og rötuðu sömu leið heim, framhjá Noregi þar sem F-16 þoturnar tóku á móti þeim á ný. Á meðan þessu fór fram voru rússneskar og kínverskar sérsveitir við sameiginlegar æfingar rétt fyrir utan Moskvu. Um eitt þúsund sérsveitamenn tóku þátt í æfingunni. Svo vill til að síðast þegar rússneskir "birnir" flugu suður á milli Íslands og Noregs - um miðjan ágúst - þá voru Kínverjar og Rússar líka með sameiginlegar heræfingar. Talsmaður norska hersins sagði í samtali við Stöð tvö að leiðin sem rússnesku herflugvélarnar fóru í morgun virtist nú vera orðin hefðbundin á ný, fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira