Erlent

Dönsk boltabulla þarf að dúsa í fangelsi

Daninn ungi mundi lítið eftir atvikinu enda sagðist hann hafa drukkið 11 bjóra fyrir leikinn.
Daninn ungi mundi lítið eftir atvikinu enda sagðist hann hafa drukkið 11 bjóra fyrir leikinn. MYND/AP

Maðurinn sem hljóp inn á völlinn og veittist að dómaranum í leik Svía og Dana á Parken í byrjun júní var í dag dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir uppátækið í Eystri-Landsrétti í Danmörku.

Rétturinn þyngdi þannig dóm bæjarréttar sem hafði dæmt manninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna 40 klukkustunda samfélagsþjónustu. Taldi dómarinn þá að þau óþægindi sem maðurinn hefði hlotið vegna uppátækisins ættu að vera honum til refsimildunar en maðurinn þurfti að fara huldu höfði vegna málsins.

Hins vegar kom fram í máli dómarans í Eystri-Landsrétti í dag að refsingin væri óskilorðsbundin til þess að fæla aðra frá því að taka upp á þessu í framtíðinni.

Hinn 29 ára gamli Dani ruddist inn á völlinn skömmu eftir að dómarinn Herbert Fandel hafði dæmt Svíum víti í stöðunni 3-3. Eftir árásina flautaði Fandel leikinn af og síðar dæmdi Knattspyrnusamband Evrópu Svíum 3-0 sigur í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×