Erlent

Þjóðverjar reiðubúnir að endurskoða viðskiptatengsl sín við Íran

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Bush Bandaríkjaforseti.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Bush Bandaríkjaforseti. MYND/AFP

Þjóðverjar eru reiðubúnir að endurskoða viðskiptatengsl sín við Íran til að fá þá til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Þetta kom fram í máli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag.

Merkel kom til Bandaríkjanna í gær en heimsókn hennar stendur í tvo daga. Á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Bush Bandaríkjaforseta í dag sagði Merkel að beita þyrfti Írani viðskiptaþvingunum til að fá þá til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni.

Bandaríkjamenn hafa sagst ætla að halda áfram að beita Írani hvers konar viðskiptaþvingunum til að stöðva kjarnorkuáætlun þeirra. Þjóðverjar hafa þó ekki verið samþykkir því að beita einhliða þvingunum og hafa kallað eftir alþjóðlegu samkomulagi um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×