Enski boltinn

Eggert Magnússon: Lækkum ekki miðaverð

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að lækka miðaverð á leiki West Ham þó nokkur önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hafi gripið til þess ráðs að undanförnu. Nokkur félög hafa þar að auki ákveðið að frysta miðaverð fyrir næstu leiktíð, en Eggert segir stuðningsmenn West Ham vera með næst hæstu meðaltekjur stuðninsmanna í ensku úrvalsdeildinni og því sjái hann ekki ástæðu til að lækka verðið.

"Ég er ekki hrifinn af þessari umræðu um lækkað miðaverð og held að það séu bara brögð pólitíkusa til að næla sér í auknar vinsældir. Meðaltekjur stuðningsmanna West Ham eru þær næst hæstu á eftir Chelsea í úrvalsdeildinni og eru 60,000 pund á ári. Ég sé ekki ástæðu til að lækka verðið," er haft eftir Eggerti á KUMB.com - sem er netsíða tengd félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×