Erlent

Flugskeytaárás á Gaza

Frá Gaza.
Frá Gaza. MYND/AP

Ísraelsher gerði flugskeytaárás á Gaza landræmuna í morgun með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið og fimm særðust. Maðurinn sem féll var vopnaður Hamas-liði, en meðal þeirra sem særðust var ungur drengur.

Ísraelar staðfesta að eldflauginni hafi verið skotið en vilja ekkert segja um hvert skotmarkið hafi verið. Fyrr í vikunnu sagði háttsettur ísraelskur herforingi að ekki yrði hjá því komist að ráðast á Gaza svæðið, þar sem Hamas-samtökin hafa tögl og haldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×