Erlent

Sendifulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti

Þing Sameinuðu þjóðanna.
Þing Sameinuðu þjóðanna. MYND/Getty

Rússneskur sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum var í gærkvöldi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Sendifulltrúinn, Vladimir Kuznetsov, var formaður fjárlaganefndar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Hann var fundinn sekur um að taka þátt í að þvætta sem svarar um tuttugu milljónum króna og þiggja hlut af fénu sjálfur. Féð tengdist því verkefni Sameinuðu þjóðanna að leyfa Írökum, á sínum tíma, að selja olíu til að kaupa matvæli og aðrar vörur til almenningsnota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×