Enski boltinn

David James er sá besti að mati Redknapp

David James er orðinn 36 ára gamall en ennþá í fullu fjöri.
David James er orðinn 36 ára gamall en ennþá í fullu fjöri. MYND/Getty

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að markvörður sinn David James, sé “sá besti í bransanum”, en þannig orðaði hann það eftir að hafa horft upp á magnaða frammistöðu James gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni í gær. James setti nýtt úrvalsdeildarmet í leiknum í gær með því að halda hreinu í 142. sinn á ferlinum.

James sló þar með met David Seaman, fyrrum markvarðar Arsenal, sem hélt hreinu í 141 skipti á sínum ferli. Það var viðeigandi að James hafi slegið metið gegn Aston Villa því hann sýndi á köflum lygilega markvörslu.

“James er stórkostlegur markvörður og á fyllilega skilið að vera handhafi þessa mets. Hann sýnir það í hverri viku og að mínu mati er hann sá besti í bransanum,” segir Redknapp.

James er orðinn 36 ára gamall en Redknapp kveðst búast við því að enski markvörðurinn spili í allt að fimm ár til viðbótar. “Það er enginn í betra standi en hann. Ég trúi því staðfastlega að hann spili í 4-5 ár til viðbótar. Hann er það góður og hann er í það góðu formi,” sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×