Erlent

Tveir særast í skotárás í Delaware-háskóla

Nemendur minnast fórnarlamba skotárásarinnar í Virginia Tech.
Nemendur minnast fórnarlamba skotárásarinnar í Virginia Tech.

Tveir nemendur særðust í skotárás í háskólanum í Delaware í Bandaríkjunum í morgun. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem annar þeirra berst nú fyrir lífi sínu að sögn Fox fréttastofunnar.



Háskólinn sendi út skilaboð um árásina á heimasíðu sinni og gegnum síma, og mæltust til þess að kennarar og nemendur héldu sig innandyra þangað til byssumaðurinn finndist.



Í apríl á þessu ári létust 32 nemendur Virginia tech háskólans í tveimur skotárásum. Háskólayfirvöld þar voru harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist strax við eftir fyrri árásina, en þrjátíu af þeim látnu féllu í seinni árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×