Erlent

Rodney King skotinn

Svona leit Rodney King út eftir barsmíðarnar árið 1991
Svona leit Rodney King út eftir barsmíðarnar árið 1991

Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles á 1994, en það leiddi til óeirða í borginni, var skotinn í kvöld. Skotsárin eru ekki lífshættuleg að sögn lögreglu.

King, sem er 42 ára, var með skotsár í andlitið, á handlegg og búkinn eftir haglabyssu. Talið er að hann hafi verið skotinn tvisvar til þrisvar.

Að sögn lögreglu þurfti King að hjóla rúmlega þriggja kílómetra leið heim til sín til þess að hringja á hjálp eftir árásina.

Eftir það var King fluttur á Arrowhead spítalan í Colton í Kaliforníu. Ekki er vitað um ástand hans en ekki er talið að hann sé í lífshættu.

Einn lögreglumaður sem rannsakar málið segir það tengjast heimiliserjum.

King, sem er dökkur á hörund, var barinn til óbóta af hvítum lögregluþjónum sem höfðu stöðvarð hann fyrir of hraðan akstur árið 1991. Barsmíðarnar náðust á myndband.

Þegar fjórir lögreglumenn voru að mestu sýknaðir í máli sem var höfðað vegna árásarinnar brutust út miklar óeirðir í Los Angeles borg. 55 manns létust í óeirðunum og eignatjón var metið á um einn milljarð bandaríkjadollara.

King höfðaði í kjölfarið skaðabótamál gegn borginni og fékk að launum 3.8 milljónir dollara.

Viðskiptum King við lögregluna lauk hins vegar ekki þar. Árið 2004 þurfti hann að dúsa 120 daga í fangelsi eftir að hafa ekið undir áhrifum englaryks á rafmagnsstaur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×