Erlent

Zoellick verður næsti forseti Alþjóðabankans

MYND/AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan forseta Alþjóðabankans en núverandi forseti, Paul Wolfowits lætur af embætti í lok júní í skugga hneykslismáls. Robert Zoellick mun taka við að Wolfowitz.

BBC hefur eftir háttsettum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að Bush muni skipa Robert Zoellick forseta bankans á morgun. Zoellick er fyrrverandi aðstoðarmaður Condoleezu Rice, utanríkisráðherra. .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×