Erlent

Byssumaður gengur berserksgang í skóla í Finnlandi

Lögreglumenn hafa umkringt skólann í Tuusula.
Lögreglumenn hafa umkringt skólann í Tuusula. MYND/AP

Átján ára piltur gekk berserksgang í skóla í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi í morgun og skaut einn til bana hið minnsta og særði þrjá.

Eftir því sem finska blaðið Helsingin Sanomat greinir frá hefur lögregla umkringt skólann en maðurinn mun einnig hafa skotið í átt að lögreglunni. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn hóf að skjóta fólk í skólanum en það mun hafa gerst í miðri kennslustund.

Bærinn Tuusula er um 50 kílómetra norður af höfuðborginni Helsinki og þar á bæ hafa bæjaryfirvöld komið á fót áfallamiðstöð í kirkju í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×