Erlent

Skurðaðgerðin á indversku stúlkunni gengur að óskum

Skurðaðgerðin á hinni tveggja ára gömlu stúlku á Indlandi sem fæddist með fjórar hendur og fjóra fætur gengur að óskum.

Skurðlæknarnir sem framkvæma aðgerðina á átta tíma vöktum, á sjúkrahúsi í Bangalore, segja að allt sé á áætlun en þeir eru nú hálfnaðir með hina 40 klukkustunda löngu aðgerð.

Ætlunin er að gefa stúlkunni tækifæri á að lifa eðlilegu lífi með því að fjarlægja af henni samgróna, en óþroskaða eineggja tvíburasystur hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×