Erlent

Jólakortið nær heila öld á leiðinni

Jólakort sem skreytt er fallegri mynd af Santa Kláusi var sett í póst í Nebraska ríki og kom á leiðarenda í Kansas fyrir nokkrum dögum í tæka tíð fyrir jólin. Vandamálið er að kortið var 93 ár á leiðinni.

Jólakortið er dagsett 23 desember 1914 og er stílað á Ethel Martin í Oberlin í Kansas og virðist vera sent af frændfólki hennar í Nebraska. Pósthússtjórinn í Oberlin segist ekki hafa hugmynd um hvernig standi á þessu langa ferðalagi jólakortsins en pósthúsið kom kortinu til skila til ættingja Ethel, en hún lést fyrir mörgum árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×