Erlent

Fimm ákærðir vegna elda í Kaliforníu

MYND/AP

Fimm menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa verið valdið að miklum eldum í Kaliforníu sem eyðilögðu yfir 50 heimili í Malibu í síðasta mánuði.

Frá þessu greindu lögregluyfirvöld í Los Angeles í dag. Mennirnir eru á aldrinum 18-27 ára en þeim er gefið að sök að hafa kveikt varðeld í Corral-gljúfri í Kaliforníu varð til þess að miklir eldar kviknuðu og breiddust út um stórt svæði í lok nóvember.

Þegar slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldisins höfðu nærri fimm þúsund ekrur lands brunnið og 53 heimili í Malibu eyðilalags og er tjónið metið á hundrað milljónir dollara, um sex milljarða króna. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér tveggja til fjögurra ára fangelsi fyrir brotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×