Erlent

Eyðilegging myndbanda rannsökuð

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun í samvinnu við leyniþjónustuna CIA rannsaka ástæður þess að myndbandsupptökur af leyniþjónustumönnum að yfirheyra menn grunaða um tengsl við al Kaída voru eyðilagðar.

Þetta tilkynnti háttsettur embættismaður ráðuneytisins í dag. Yfirmaður CIA, Mike Hayden, segist ánægður með rannsóknina. Hann segist vilja leiða sannleikann í ljós og lofar fullri samvinnu leyniþjónustunnar.

Þeir Bush forseti og Cheney varaforseti fengu að vita af eyðilögðu spólunum á fimmtudaginn en þær eru sagðar sýna „óvenjulegar" yfirheyrsluaðferðir eins og það er orðað en mannréttindasamtök hafa kallað aðferðirnar hreinar pyntingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×