Erlent

Skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða

Barnshafandi kona og sonur hennar í Kaokoland í Namibíu.
Barnshafandi kona og sonur hennar í Kaokoland í Namibíu. MYND/Getty Images
Sérfræðingar hafa fordæmt skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða í heiminum. Hálf milljón kvenna deyr árlega af barnsförum eða á meðgöngu samkvæmt læknaritinu Lancet. Þá verða 10 – 20 milljónir kvenna fyrir fötlun. Lítið hefur breyst í þessum efnum í 20 ár. Óöruggar fóstureyðingar sem framkvæmdar eru árlega telja 20 milljónir. Þær eru stór orsakavaldur í mæðradauða. Flestar kvennanna deyja í sunnanverðri Afríku. Richard Horton ritstjóri Lancet tímaritsins segir að til þess að ná mæðradauða niður um 75 prósent fyrir árið 2015 sé áríðandi aðgerða þörf hið fyrsta. Of oft sé litið á konur sem geymslu fyrir börn og ekkert meira. Hann segir að engin bið megi verða á á aðgerðum til að draga úr mæðradauða um þrjá fjórðu eins og markmið í Árþúsundamarkmiðanna segir til um. Rannsókn Ken Hill prófessors í Harvard háskóla sýndi að mæðradauði féll um minna en eitt prósent á ári á milli áranna 1990 og 2005. Hann segir afar brýnt að bæta stöðu ófrískra kvenna og aðstæður við barnsburð í þróunarríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×