„Ég er Al Gore“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 12. október 2007 14:34 Al Gore hlustar á umræður á Clinton Global Initiative ráðstefnunni í New York 26. september 2007. MYND/AFP "Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna," hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. Al Gore hefur látið til sín taka í umhverfismálum með ýmsum hætti en hefur síðustu ár tileinkað krafta sína málefninu og ferðast um heiminn til að auka vitund almennings á vandamálinu. BakgrunnurAl Gore ásamt konu sinni Mary Elisabeth og dótturinni Kristen á göngu áður en úrslit forsetakosninganna voru ljós.MYND/AFPGore er sonur Albert Arnold Gore þingmanns frá Tennessee og Pauline LaFon Gore, sem var ein fyrsta konan til að útskrifast frá lagadeild Vanderbilt háskólans. Fjölskyldan bjó bæði á hótelherbergi í Washington og í Carthage Tennessee þar sem Al vann á bóndabæ fjölskyldunnar á sumrin. Eiginkona hans er Mary Elisabeth "Tipper" Gore og þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Störf friðarverðlaunahafansAl Gore var forsetaefni demókrata í forsetakosningunum árið 2000 sem voru umdeildustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Bandaríska kosningakerfið er flókið, en eftir að niðurstöðurnar höfðu velkst um í dómskerfinu úrskurðaði hæstiréttur að Bush væri sigurvegari og því forseti Bandaríkjanna. Gore gegnir stöðu forseta bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Current TV sem vann Emmy verðlaun fyrr á árinu fyrir framúrskarandi þróun á gagnvirku sjónvarpi. Hann er einnig stjórnarformaður í Generation Investment Management, í stjórn Apple tölvufyrirtækisins auk þess að vera óopinber ráðgjafi yfirstjórnenda Google og stjórnarformaður umhverfissamtakanna Alliance for Climate Protection. Verðlaunafé friðarverðlaunanna sem kemur í hlut Gore munu að öllu leiti renna til samtakanna. Varaforsetinn fyrrverandi hefur löngum haft áhuga á umhverfismálum. Hann var einn þeirra sem kom Kyoto samkomulaginu á og þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjaþings skrifaði hann undir samninginn árið 1998, en Bandaríkin neituðu að skrifa undir samninginn árinu áður. Hann tilkynnti árið 2002 að hann myndi ekki keppast við Bush um forsetaembættið árið 2004 og gagnrýndi Bush fyrir stríðið í Írak. ÓskarsverðlaunGore ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra um hlýnun jarðar sem hann kallar "loftslagskrísuna." Hann var kynnir í heimildarmyndinni An Inconvenient Truth - Óþægilegur Sannleikur - sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu heimildarmyndina í fyrra og er höfundur bókar í tengslum við myndina. Bókin hefur verið á lista New York Times yfir mest seldu bækur frá því í júní á síðasta ári. Samtökin Save Our Selves sem Gore stofnaði skipulögðu meðal annars góðgerðartónleikana Live Earth í júlí á þessu ári sem miðaði að því að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar. Hann tilkynnti þátttöku sína í sjónvarpsþættinum "60 sekúndur til að bjarga jörðinni" ásamt kvikmyndaleikkonunni Cameron Diaz og vonaðist þannig til að vekja enn frekar athygli á málefninu. Í febrúar á þessu ári tilkynntu Gore og Richard Branson eigandi Virgin flugfélagsins Virgin Earth challenge samkeppnina. Hún býður 25 milljónir bandaríkjadala í verðlaun handa þeim sem finnur upp tæki eða hönnun sem leiðir til útrýmingu gróðurhúsalofttegunda. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
"Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna," hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. Al Gore hefur látið til sín taka í umhverfismálum með ýmsum hætti en hefur síðustu ár tileinkað krafta sína málefninu og ferðast um heiminn til að auka vitund almennings á vandamálinu. BakgrunnurAl Gore ásamt konu sinni Mary Elisabeth og dótturinni Kristen á göngu áður en úrslit forsetakosninganna voru ljós.MYND/AFPGore er sonur Albert Arnold Gore þingmanns frá Tennessee og Pauline LaFon Gore, sem var ein fyrsta konan til að útskrifast frá lagadeild Vanderbilt háskólans. Fjölskyldan bjó bæði á hótelherbergi í Washington og í Carthage Tennessee þar sem Al vann á bóndabæ fjölskyldunnar á sumrin. Eiginkona hans er Mary Elisabeth "Tipper" Gore og þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Störf friðarverðlaunahafansAl Gore var forsetaefni demókrata í forsetakosningunum árið 2000 sem voru umdeildustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Bandaríska kosningakerfið er flókið, en eftir að niðurstöðurnar höfðu velkst um í dómskerfinu úrskurðaði hæstiréttur að Bush væri sigurvegari og því forseti Bandaríkjanna. Gore gegnir stöðu forseta bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Current TV sem vann Emmy verðlaun fyrr á árinu fyrir framúrskarandi þróun á gagnvirku sjónvarpi. Hann er einnig stjórnarformaður í Generation Investment Management, í stjórn Apple tölvufyrirtækisins auk þess að vera óopinber ráðgjafi yfirstjórnenda Google og stjórnarformaður umhverfissamtakanna Alliance for Climate Protection. Verðlaunafé friðarverðlaunanna sem kemur í hlut Gore munu að öllu leiti renna til samtakanna. Varaforsetinn fyrrverandi hefur löngum haft áhuga á umhverfismálum. Hann var einn þeirra sem kom Kyoto samkomulaginu á og þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjaþings skrifaði hann undir samninginn árið 1998, en Bandaríkin neituðu að skrifa undir samninginn árinu áður. Hann tilkynnti árið 2002 að hann myndi ekki keppast við Bush um forsetaembættið árið 2004 og gagnrýndi Bush fyrir stríðið í Írak. ÓskarsverðlaunGore ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra um hlýnun jarðar sem hann kallar "loftslagskrísuna." Hann var kynnir í heimildarmyndinni An Inconvenient Truth - Óþægilegur Sannleikur - sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu heimildarmyndina í fyrra og er höfundur bókar í tengslum við myndina. Bókin hefur verið á lista New York Times yfir mest seldu bækur frá því í júní á síðasta ári. Samtökin Save Our Selves sem Gore stofnaði skipulögðu meðal annars góðgerðartónleikana Live Earth í júlí á þessu ári sem miðaði að því að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar. Hann tilkynnti þátttöku sína í sjónvarpsþættinum "60 sekúndur til að bjarga jörðinni" ásamt kvikmyndaleikkonunni Cameron Diaz og vonaðist þannig til að vekja enn frekar athygli á málefninu. Í febrúar á þessu ári tilkynntu Gore og Richard Branson eigandi Virgin flugfélagsins Virgin Earth challenge samkeppnina. Hún býður 25 milljónir bandaríkjadala í verðlaun handa þeim sem finnur upp tæki eða hönnun sem leiðir til útrýmingu gróðurhúsalofttegunda.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent