„Ég er Al Gore“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 12. október 2007 14:34 Al Gore hlustar á umræður á Clinton Global Initiative ráðstefnunni í New York 26. september 2007. MYND/AFP "Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna," hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. Al Gore hefur látið til sín taka í umhverfismálum með ýmsum hætti en hefur síðustu ár tileinkað krafta sína málefninu og ferðast um heiminn til að auka vitund almennings á vandamálinu. BakgrunnurAl Gore ásamt konu sinni Mary Elisabeth og dótturinni Kristen á göngu áður en úrslit forsetakosninganna voru ljós.MYND/AFPGore er sonur Albert Arnold Gore þingmanns frá Tennessee og Pauline LaFon Gore, sem var ein fyrsta konan til að útskrifast frá lagadeild Vanderbilt háskólans. Fjölskyldan bjó bæði á hótelherbergi í Washington og í Carthage Tennessee þar sem Al vann á bóndabæ fjölskyldunnar á sumrin. Eiginkona hans er Mary Elisabeth "Tipper" Gore og þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Störf friðarverðlaunahafansAl Gore var forsetaefni demókrata í forsetakosningunum árið 2000 sem voru umdeildustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Bandaríska kosningakerfið er flókið, en eftir að niðurstöðurnar höfðu velkst um í dómskerfinu úrskurðaði hæstiréttur að Bush væri sigurvegari og því forseti Bandaríkjanna. Gore gegnir stöðu forseta bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Current TV sem vann Emmy verðlaun fyrr á árinu fyrir framúrskarandi þróun á gagnvirku sjónvarpi. Hann er einnig stjórnarformaður í Generation Investment Management, í stjórn Apple tölvufyrirtækisins auk þess að vera óopinber ráðgjafi yfirstjórnenda Google og stjórnarformaður umhverfissamtakanna Alliance for Climate Protection. Verðlaunafé friðarverðlaunanna sem kemur í hlut Gore munu að öllu leiti renna til samtakanna. Varaforsetinn fyrrverandi hefur löngum haft áhuga á umhverfismálum. Hann var einn þeirra sem kom Kyoto samkomulaginu á og þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjaþings skrifaði hann undir samninginn árið 1998, en Bandaríkin neituðu að skrifa undir samninginn árinu áður. Hann tilkynnti árið 2002 að hann myndi ekki keppast við Bush um forsetaembættið árið 2004 og gagnrýndi Bush fyrir stríðið í Írak. ÓskarsverðlaunGore ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra um hlýnun jarðar sem hann kallar "loftslagskrísuna." Hann var kynnir í heimildarmyndinni An Inconvenient Truth - Óþægilegur Sannleikur - sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu heimildarmyndina í fyrra og er höfundur bókar í tengslum við myndina. Bókin hefur verið á lista New York Times yfir mest seldu bækur frá því í júní á síðasta ári. Samtökin Save Our Selves sem Gore stofnaði skipulögðu meðal annars góðgerðartónleikana Live Earth í júlí á þessu ári sem miðaði að því að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar. Hann tilkynnti þátttöku sína í sjónvarpsþættinum "60 sekúndur til að bjarga jörðinni" ásamt kvikmyndaleikkonunni Cameron Diaz og vonaðist þannig til að vekja enn frekar athygli á málefninu. Í febrúar á þessu ári tilkynntu Gore og Richard Branson eigandi Virgin flugfélagsins Virgin Earth challenge samkeppnina. Hún býður 25 milljónir bandaríkjadala í verðlaun handa þeim sem finnur upp tæki eða hönnun sem leiðir til útrýmingu gróðurhúsalofttegunda. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
"Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna," hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. Al Gore hefur látið til sín taka í umhverfismálum með ýmsum hætti en hefur síðustu ár tileinkað krafta sína málefninu og ferðast um heiminn til að auka vitund almennings á vandamálinu. BakgrunnurAl Gore ásamt konu sinni Mary Elisabeth og dótturinni Kristen á göngu áður en úrslit forsetakosninganna voru ljós.MYND/AFPGore er sonur Albert Arnold Gore þingmanns frá Tennessee og Pauline LaFon Gore, sem var ein fyrsta konan til að útskrifast frá lagadeild Vanderbilt háskólans. Fjölskyldan bjó bæði á hótelherbergi í Washington og í Carthage Tennessee þar sem Al vann á bóndabæ fjölskyldunnar á sumrin. Eiginkona hans er Mary Elisabeth "Tipper" Gore og þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Störf friðarverðlaunahafansAl Gore var forsetaefni demókrata í forsetakosningunum árið 2000 sem voru umdeildustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Bandaríska kosningakerfið er flókið, en eftir að niðurstöðurnar höfðu velkst um í dómskerfinu úrskurðaði hæstiréttur að Bush væri sigurvegari og því forseti Bandaríkjanna. Gore gegnir stöðu forseta bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Current TV sem vann Emmy verðlaun fyrr á árinu fyrir framúrskarandi þróun á gagnvirku sjónvarpi. Hann er einnig stjórnarformaður í Generation Investment Management, í stjórn Apple tölvufyrirtækisins auk þess að vera óopinber ráðgjafi yfirstjórnenda Google og stjórnarformaður umhverfissamtakanna Alliance for Climate Protection. Verðlaunafé friðarverðlaunanna sem kemur í hlut Gore munu að öllu leiti renna til samtakanna. Varaforsetinn fyrrverandi hefur löngum haft áhuga á umhverfismálum. Hann var einn þeirra sem kom Kyoto samkomulaginu á og þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjaþings skrifaði hann undir samninginn árið 1998, en Bandaríkin neituðu að skrifa undir samninginn árinu áður. Hann tilkynnti árið 2002 að hann myndi ekki keppast við Bush um forsetaembættið árið 2004 og gagnrýndi Bush fyrir stríðið í Írak. ÓskarsverðlaunGore ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra um hlýnun jarðar sem hann kallar "loftslagskrísuna." Hann var kynnir í heimildarmyndinni An Inconvenient Truth - Óþægilegur Sannleikur - sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu heimildarmyndina í fyrra og er höfundur bókar í tengslum við myndina. Bókin hefur verið á lista New York Times yfir mest seldu bækur frá því í júní á síðasta ári. Samtökin Save Our Selves sem Gore stofnaði skipulögðu meðal annars góðgerðartónleikana Live Earth í júlí á þessu ári sem miðaði að því að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar. Hann tilkynnti þátttöku sína í sjónvarpsþættinum "60 sekúndur til að bjarga jörðinni" ásamt kvikmyndaleikkonunni Cameron Diaz og vonaðist þannig til að vekja enn frekar athygli á málefninu. Í febrúar á þessu ári tilkynntu Gore og Richard Branson eigandi Virgin flugfélagsins Virgin Earth challenge samkeppnina. Hún býður 25 milljónir bandaríkjadala í verðlaun handa þeim sem finnur upp tæki eða hönnun sem leiðir til útrýmingu gróðurhúsalofttegunda.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira