Erlent

Toppfundur í Moskvu

Condolezza Rice utanríkisráðherra og Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna eru nú í Moskvu þar sem þeir munu hitta rússneska samráðherra sína á fundi síðar í dag.

Umræðuefnið er eldflaugavarnarkerfi það sem Bandaríkin ætla að koma upp í Póllandi og Tékklandi en þessi áform hafa lengi verið þyrnir í augum Rússa. Bandaríkjamenn segja að kerfin séu til að bregðast við árásum frá hryðjuverkaríkjum. Rússar spyrja á móti afhverju Bandaríkjamenn geti ekki stuðst radarkerfi Rússa í Azerbaijan til þessa verks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×