Erlent

Móðgaði Chavez og fær ekki að syngja

Hinum vinsæla spænska söngvara Alejandro Sanz hefur verið meinað að halda tónleika á leikvangi í Caracas vegna ummæla sem hann lét falla um Hugo Chavez forseta Venesúela.

Ráðherra í ríkisstjórn landsins sakar Sanz um að látið niðrandi ummæli falla um Chavez fyrir þremur árum er Sanz var á tónleikaferð í landinu. Leikvangurinn sem hér um ræðir er í opinberri eigu og höfðu 15.000 manns keypt sér miða á tónleikanna. Stjórnvöld segja að Sanz megi troða upp á hvaða stað sem er í landinu sem eru einkareknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×