Erlent

Annað Rússland fékk rússneska kosningu í Tsjtsjeníu

MYND/AP

99,4 prósent kjósenda í Tsjetsjeníu kusu flokk Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, Annað Rússland, í þingkosningum í Rússlandi á sunnudag.

Þá var kjörsókn í héraðinu um 99 prósent Frá þessu greina erlendir miðlar og vísa í tölur kjörstjórnar í Rússlandi. Samkvæmt kjörstjórninni er þarna um að ræða met í sögu Rússlands og telur formaður kjörstjórnarinnar ekkki ástæðu til að draga tölurnar í efa.

Stjórnarandstæðinga segja hins vegar að Tsjetsjenar hafi verið kúgaðir til að kjósa flokkinn en þess má geta að Tsjetsjenar hafa háð blóðuga aðskilnaðarbaráttu við rússneska herinn á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×