SOS-barnaþorpinu í Mogadishu lokað 4. desember 2007 12:28 SOS-barnaþorpið í Mogadishu. Eftir hörð átök eþíópískra og sómalskra hersveita við vopnaða uppreisnarmenn við SOS-barnaþorpið í Mogadishu í gær hefur verið ákveðið að loka þorpinu og koma börnunum fyrir á öruggari stað. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. „Einn starfsmaður samtakanna lést og fjórir slösuðust alvarlega í átökunum sem eru þau alvarlegustu sem börn og starfsfólk barnaþorpsins hafa upplifað í þessum borgarhluta," segir í tilkynningu frá SOS-barnaþorpum. „Sprengjur þær sem hersveitirnar notuðu í átökunum í gær voru stærri en í fyrri bardögum og ollu meiri eyðileggingu. Um leið og ljóst var að átök voru að brjótast út var farið með öll börnin í sérútbúið byrgi á lóðinni," segir einnig. „Nokkrir starfsmenn yfirgáfu síðan byrgið til að sinna erindum sem þeir töldu áríðandi. Ein SOS-móðir var stödd í húsi sínu þegar sprengja lenti á því og hún slasaðist alvarlega. Hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi Rauða krossins í gær og er nú á gjörgæslu." Þá segir að annar starfsmaður, svokölluð SOS-frænka, sem er aðstoðarkona SOS-mæðranna, sem stödd var fyrir utan byrgið hafi lent í sprengingu og látist auk þess sem þrír aðrir starfsmenn hafi slasast í átökunum. Ahmed Ibrahim þorpsstjóri segir ástandið mjög slæmt í borginni og hann geti ekki áætlað hvenær börnin geti snúið aftur til þorpsins. Hann er nú að reyna að koma starfsfólki sínu fyrir á öruggum stöðum. SOS-skólinn á staðnum er nú lokaður vegna fría og allir 500 nemendurnir því heima. Starfsemi SOS-sjúkrahússins hefur ekki raskast. „Um leið og við hörmum dauða eins starfsmanns okkar og er umhugað um heilsu þeirra sem slösuðust alvarlega veltum við fyrir okkur hvort SOS geti haldið áfram að starfa í Mogadishu," segir Ahmed Ibrahim þorpsstjóri. „Samtökin hafa starfað í borginni í yfir 20 ár. Það væri mikið áfall fyrir íbúa borgarinnar ef SOS þyrfti að leggja niður allt starf sitt í borginni og hætta því mannúðarstarfi sem unnið hefur verið öll þessi ár, einkum nú þegar ástandið er eins og það er og milljón flóttamenn þurfa á aðstoð að halda,"segir hann. „Slíkt væri stórt skref afturábak fyrir börnin í borginni og þær þúsundir sem eru háðar SOS-sjúkrahúsinu. Við skorum á deiluaðila að leggja niður vopn og tryggja öryggi borgaranna og þeirra sem vinna að mannúðarmálum." Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Eftir hörð átök eþíópískra og sómalskra hersveita við vopnaða uppreisnarmenn við SOS-barnaþorpið í Mogadishu í gær hefur verið ákveðið að loka þorpinu og koma börnunum fyrir á öruggari stað. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. „Einn starfsmaður samtakanna lést og fjórir slösuðust alvarlega í átökunum sem eru þau alvarlegustu sem börn og starfsfólk barnaþorpsins hafa upplifað í þessum borgarhluta," segir í tilkynningu frá SOS-barnaþorpum. „Sprengjur þær sem hersveitirnar notuðu í átökunum í gær voru stærri en í fyrri bardögum og ollu meiri eyðileggingu. Um leið og ljóst var að átök voru að brjótast út var farið með öll börnin í sérútbúið byrgi á lóðinni," segir einnig. „Nokkrir starfsmenn yfirgáfu síðan byrgið til að sinna erindum sem þeir töldu áríðandi. Ein SOS-móðir var stödd í húsi sínu þegar sprengja lenti á því og hún slasaðist alvarlega. Hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi Rauða krossins í gær og er nú á gjörgæslu." Þá segir að annar starfsmaður, svokölluð SOS-frænka, sem er aðstoðarkona SOS-mæðranna, sem stödd var fyrir utan byrgið hafi lent í sprengingu og látist auk þess sem þrír aðrir starfsmenn hafi slasast í átökunum. Ahmed Ibrahim þorpsstjóri segir ástandið mjög slæmt í borginni og hann geti ekki áætlað hvenær börnin geti snúið aftur til þorpsins. Hann er nú að reyna að koma starfsfólki sínu fyrir á öruggum stöðum. SOS-skólinn á staðnum er nú lokaður vegna fría og allir 500 nemendurnir því heima. Starfsemi SOS-sjúkrahússins hefur ekki raskast. „Um leið og við hörmum dauða eins starfsmanns okkar og er umhugað um heilsu þeirra sem slösuðust alvarlega veltum við fyrir okkur hvort SOS geti haldið áfram að starfa í Mogadishu," segir Ahmed Ibrahim þorpsstjóri. „Samtökin hafa starfað í borginni í yfir 20 ár. Það væri mikið áfall fyrir íbúa borgarinnar ef SOS þyrfti að leggja niður allt starf sitt í borginni og hætta því mannúðarstarfi sem unnið hefur verið öll þessi ár, einkum nú þegar ástandið er eins og það er og milljón flóttamenn þurfa á aðstoð að halda,"segir hann. „Slíkt væri stórt skref afturábak fyrir börnin í borginni og þær þúsundir sem eru háðar SOS-sjúkrahúsinu. Við skorum á deiluaðila að leggja niður vopn og tryggja öryggi borgaranna og þeirra sem vinna að mannúðarmálum."
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira