Erlent

Kosið í Kasakstan

Frá kosningafundi í Kasakstan í fyrradag.
Frá kosningafundi í Kasakstan í fyrradag. MYND/AFP

Kjósendur í Kasakstan ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag, í fyrsta sinn eftir að völd þingsins voru aukin samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Um eitt þúsund kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fylgjast með því að allt fari vel fram.

Fulltrúar stjórnarflokksins hafa fengið mun meiri umfjöllun í fjölmiðlum en stjórnarandstæðingar segjast samt eiga von á góðu gengi. Kasakstan er fimmtán milljóna manna ríki sem nær yfir mikið landflæmi suður af Rússlandi. Þar er mikil fátækt en samt sem áður er uppgangur nokkur vegna olíulinda í norðvesturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×