Erlent

Segist hafa varað Breta við yfirvofandi hryðjuverkaárásum

Abdullah Al Saud, konungur Sádí Arabíu.
Abdullah Al Saud, konungur Sádí Arabíu. MYND/AFP

Bresk yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í London árið 2005 ef þau hefðu brugðist við upplýsingum frá yfirvöldum í Sádí Arabíu. Þetta kom fram í máli Abdullah Al Saud, konungs Sádí Arabíu, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag.

Að sögn Abdullah Al Saud sendu yfirvöld í Sádí Arabíu breskum yfirvöldum upplýsingar sem hefðu getað komið upp um áætlanir hryðjuverkamannanna. Að mati Al Saud hefðu bresk stjórnvöld mögulega getað komið í veg fyrir árásirnar ef þau hefðu brugðist við upplýsingunum. Bretar hafi hins vegar ákveðið að gera ekki neitt.

Talsmaður Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vísaði þessu á bug á blaðamannfundi í dag. Sagði hann að bresk stjórnvöld hefðu ekki fengið neinar viðvaranir áður en árásirnar voru gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×