Hataði hann og myrti 25. mars 2007 18:45 Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur nú til meðferðar mál gegn morðingjum Gísla Þorkelssonar, sem myrtur var á hrottafenginn hátt þar í landi sumarið 2005. Aðalsakborningurinn hefur játað að hafa skotið hann en gengst ekki við því að morðið hafi verið framið að yfirlögðu ráði. Hæstiréttur í Jóhannesarborg hefur til meðferðar mál fjögurra sem ákærð hafa verið vegna málsins. Sá sem hefur játað að hafa tekið í gikkinn heitir Willie Theron. Vitorðsmaður hans Desiree Oberholzer var í héraðsdómi dæmd í tuttugu ára fangelsi og fer mál hennar ekki til Hæstaréttar. Gísla mun hafa verið hlýtt til Therons en væntumþykjan ekki endurgoldin. Theron hafi hatað Gísla og lagt á ráðin um að myrða hann löngu áður en ódæðið var svo framið. Sam Seena, lögregluforingi í Boksburg, fór fyrir rannsókn málsins. Hann segir að Theron og Oberholzer hafi sótt Gísla á flugvöllinn þegar hann var að koma frá Bandaríkjunum og farið með hann á afvikinn stað og myrt hann. Seenan segir að Theron og Oberholzer hafi ekið með líkið um Boksburg. Degi síðar hafi þau síðan keypt tunnu og steypu, steypt líkið í tunnuna og falið í húsi í Boksburg. Theron hefur viðurkennt að hafa skotið Gísla en ekki gengist við því að um morð að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Málinu gegn honum hefur verið frestað fram til 21. maí næstkomandi, en þá verður hann yfirheyrður og mun þá væntanlega gefa skýringu á því undir hvaða kringumstæðum hann hafi tekið í gikkinn. Dóms er að vænta skömmu eftir yfirheyrsluna. Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kompási. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur nú til meðferðar mál gegn morðingjum Gísla Þorkelssonar, sem myrtur var á hrottafenginn hátt þar í landi sumarið 2005. Aðalsakborningurinn hefur játað að hafa skotið hann en gengst ekki við því að morðið hafi verið framið að yfirlögðu ráði. Hæstiréttur í Jóhannesarborg hefur til meðferðar mál fjögurra sem ákærð hafa verið vegna málsins. Sá sem hefur játað að hafa tekið í gikkinn heitir Willie Theron. Vitorðsmaður hans Desiree Oberholzer var í héraðsdómi dæmd í tuttugu ára fangelsi og fer mál hennar ekki til Hæstaréttar. Gísla mun hafa verið hlýtt til Therons en væntumþykjan ekki endurgoldin. Theron hafi hatað Gísla og lagt á ráðin um að myrða hann löngu áður en ódæðið var svo framið. Sam Seena, lögregluforingi í Boksburg, fór fyrir rannsókn málsins. Hann segir að Theron og Oberholzer hafi sótt Gísla á flugvöllinn þegar hann var að koma frá Bandaríkjunum og farið með hann á afvikinn stað og myrt hann. Seenan segir að Theron og Oberholzer hafi ekið með líkið um Boksburg. Degi síðar hafi þau síðan keypt tunnu og steypu, steypt líkið í tunnuna og falið í húsi í Boksburg. Theron hefur viðurkennt að hafa skotið Gísla en ekki gengist við því að um morð að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Málinu gegn honum hefur verið frestað fram til 21. maí næstkomandi, en þá verður hann yfirheyrður og mun þá væntanlega gefa skýringu á því undir hvaða kringumstæðum hann hafi tekið í gikkinn. Dóms er að vænta skömmu eftir yfirheyrsluna. Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kompási.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira