Erlent

Maður handtekinn í tengslum við sprengjuárás í París

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. MYND/AP

Lögreglan í París hefur handtekið karlmann í tengslum við rannsókn hennar á pakkasprengjuárás á lögmannsskrifstofu í áttunda hverfi borgarinnar í gær.

Ritari á lögmannsskrifstofunni lést og fimm særðust í sprengingu sem varð þegar ritarinn opnaði pakka sem komið var með á skrifstofuna. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum í frönsku lögreglunni að hinn handtekni hafi verið kærður árið 2005 fyrir að áreita lögmann á skrifstofunni þar sem sprengingin varð.

Þess má geta að lögfræðiskrifstofa sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti starfaði á áður en hann hellti sér út í stjórnmál er í sama húsi og sprengingin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×