Enski boltinn

Seldi knattspyrnufélagið Wolves fyrir 1231 krónu

NordicPhotos/GettyImages

Viðskiptajöfurinn Steve Morgan hefur gengið frá kaupum á fornfrægu knattspyrnufélagi Wolverhampton Wanderers fyrir 1231 krónu af fyrrum stjórnarformanni félagsins Sir Jack Hayward. Í staðinn hefur Morgan gefið loforð fyrir því að fjárfesta í félaginu fyrir 30 milljónir punda.

Hayward er 84 ára gamall og verður heiðursforseti félagsins áfram. Hann keypti Wolves fyrir 2,1 milljón punda árið 1990 og hefur sett yfir 50 milljónir punda úr eigin vasa í reksturinn á þeim tíma - þar á meðal í að bæta vallaraðstæður á Molineux. Hann hafði á síðustu árum auglýst að hann ætlaði að selja félagið ódýru verði ef hann fyndi kaupanda sem gæti sýnt fram á að ætla sér stóra hluti með klúbbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×