Enski boltinn

Benitez boðar breytingar

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur boðað breytingar í herbúðum liðsins í sumar óháð því hvernig fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ljóst þykir að nýju eigendur félagsins séu tilbúnir að útvega fjármagn í að styrkja liðið verulega.

"Úrslitaleikurinn er aðeins varða á leið þangað sem við viljum koma þessu félagi. Við getum bætt okkur enn frekar og það gerum við með því að fá hingað leikmenn með hæfileika og skapgerð til að ná árangri. Það er fínt að ná í annan úrslitaleikinn í Evrópu á þremur árum og ég er ánægður með þá leikmenn sem ég hef í dag, en við verðum að styrkja okkur ef við ætlum að berjast um enska meistaratitilinn," sagði Benitez, sem þegar hefur gefið upp að þeir Robbie Fowler og Jerzy Dudek verði látnir fara frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×