Erlent

Ísraelar fella fimm í loftárás

Ísraelski herinn gerði í nótt loftárás á byssumenn Hamas samtakanna á Gaza ströndinni. Fimm menn létu lífið í árásinni og átta særðust.

Talsmaður Ísraelshers segir að árásin hafi verið gerð eftir að herinn varð var við vopnaða menn nálægt landamærunum við Ísrael. Mennirnir voru allir bornir til grafar strax í morgunsárið.

Hamas-samtökin ráða lögum og lofum á Gaza og hafa hótað því að bregðast við með því að skjóta eldflaugum á Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×