Erlent

Þingmenn skora á Olmert

Ehud Olmert
Ehud Olmert
Ísrael, AP Meirihluti þingmanna á Ísraelsþingi hefur skrifað undir áskorun til forsætisráðherrans, Ehuds Olmert, þar sem þeir frábiðja sér að nokkur tilraun verði gerð til þess að afsala ísraelskum yfirráðum yfir nokkrum hluta Jerúsalemborgar.

Áskorunin er samin í kjölfar þess að Olmert lét í það skína á dögunum að sér þætti koma til greina að viss hverfi borgarinnar yrðu undir stjórn Palestínumanna ef um stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis semdist. - aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×