Erlent

Hillary Clinton með mikið forskot

Þórir Guðmundsson skrifar
Hillary Clinton er með mikið forskot á keppinauta sína í New Hampshire.
Hillary Clinton er með mikið forskot á keppinauta sína í New Hampshire. MYND/AP

Hillary Clinton mælist nú með 21 prósenta forskot á næsta keppinaut sinn í hinu mikilvæga New Hampshire fylki fyrir útnefningu demokrataflokksins í Bandaríkjunum.

Könnunin sýnir Clinton með 41 prósents fylgi, Barack Obama með 20 prósent og John Edwards í þriðja sæti með 11 prósent. New Hampshire fylki er meðal þeirra fyrstu sem halda forkosningar og litið er til kosninganna þar sem forboða um framhaldið.

Meðal repúblikana hefur Mitt Romney, fyrrum fylkisstjóri í Massachussetts, mest fylgi og á hæla honum kemur Rudy Giuliani fyrrum borgarstjóri New York.

Vangaveltur um hugsanlegt framboð Als Gore, fyrrum varaforseta, hafa fengið byr undir báða vængi eftir að hann vann friðarverðlaun Nóbels, en sjálfur hefur hann ekki tekið undir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×