Erlent

Lögregla beitti skotvopnum

Maður, sem átti að bera út úr leiguíbúð við Noregsgötu á Amager í Kaupmannahöfn í gær, varðist af heift og lagði með hnífi að lögregluþjónum sem brutust inn í íbúðina til að fylgja útburðarúrskurðinum eftir.

Átökin enduðu með því að lögreglumennirnir beittu skotvopnum sínum. Maðurinn fékk skot í kviðinn og var fluttur á sjúkrahús.

„Lögregluþjónarnir urðu að þvinga sér leið inn í íbúðina og þar réðist maðurinn á þá með hnífi,“ hefur fréttavefur Politiken eftir Flemming Steen Munch, talsmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×