Erlent

Gerir Musharr­af tilboð

Benazir Bhutto
Benazir Bhutto

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur gert Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tilboð um að deila með honum völdum.

Musharraf gæti þá setið áfram sem forseti eitt fimm ára kjörtímabil í viðbót, en hefði ekki jafn mikil völd og hann hefur haft. Bæði Bhutto og Nawaz Sharif, sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra, gætu jafnframt snúið aftur heim úr útlegð og hugsanlega komist til valda í kosningum.Bhutto og Sharif hafa bæði sagst ætla að snúa aftur til Pakistans fyrir næstu kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×