Erlent

Sakaður um þjóðarmorð

Náfrændi Lennarts Meri, hins vinsæla fyrrverandi forseta Eistlands sem nú er látinn, þarf að svara til saka fyrir þátt sinn í að senda landa sína til þrælkunarbúðavistar í Síberíu fyrir nærri 60 árum. Saksóknarar saka hann um aðild að þjóðarmorði.

En Arnold Meri, sem er 88 ára gamall og var háttsettur embættismaður kommúnista á sovéttímanum, verst ákærunni með því að segjast aðeins hafa verið lágt settur embættismaður þegar Síberíuflutningarnir áttu sér stað. Í mars 1949 voru 20.000 Eistar sendir í þrælkunarbúðir af hinum sovésku valdhöfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×