Rússar spá í skilaboð Pútín 23. ágúst 2007 03:45 Ber að ofan í Síberíu. Vladimír Pútín í göngutúr meðfram ánni Khemchik í Tuva-héraði. MYND/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur jafnan verið umtalaður leiðtogi, bæði innan Rússlands og utan. Fáir áttu þó von á þeirri holskeflu sem birst hefur af slúðri og vangaveltum eftir að myndir af honum birtust í síðustu viku, berum að ofan og stæltum. Myndirnar voru teknar í fjallaferð hans með Albert Mónakóprins í Síberíu, og voru birtar með áberandi hætti á vefsíðu forsetans sjálfs og síðan á forsíðu dagblaðs undir fyrirsögninni: „Vertu eins og Pútín“. Rússneskir fjölmiðlar eru enn, viku síðar, að velta sér upp úr málinu og meðal annars er mikið spáð í hvaða pólitísku skilaboðum forsetinn hafi viljað koma á framfæri. Í spjallþætti einum í útvarpi hafði þáttastýran orð á því, hafi Pútín ætlað sér að höfða betur til kjósenda þá væri þar með gefið í skyn að hann ætli að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Þegar þáttastýran spurði svo hvort athæfið væri viðeigandi rigndi yfir hana tölvupóstum frá kvenfólki sem átti vart orð yfir aðdáun sinni á stæltum líkama forsetans. Samkynhneigðir Rússar hafa velt því fyrir sér hvort Pútín vilji með þessu hvetja til umburðarlyndis gagnvart hommum og lesbíum. Á Netinu var dreift skopmynd af þeim Pútín og Albert þar sem ævintýrum þeirra á fjöllum var líkt við ástarsögu samkynhneigðu kúrekanna í bíómyndinni Brokeback Mountain. Pútín er 54 ára gamall, kvæntur og tveggja dætra faðir. Hann hefur löngum lagt rækt við karlmennskuímynd sína og er meðal annars þekktur skíðamaður og með svarta beltið í júdó. Hann hefur komið fram í sjónvarpi við ýmis tækifæri, og meðal annars sést aka flutningabifreið, stjórna járnbrautarlest, sigla kafbát og við stýrið á orustuþotu. Öfugt við forvera sinn, Boris Jeltsín, sem þótti á stundum trúðslegur drykkjumaður, þá hefur Pútín gefið þá mynd af sé að hann sé alvarlegur í bragði, kraftmikill, allsgáður og hnyttinn í tilsvörum. „Hann er svalur. Það hefur verið ímyndin alla forsetatíðina, svalur,“ sagði Sergei Markov, stjórnmálaskýrandi í Moskvu. Stanislav Belkovskí, annar stjórnmálaskýrandi í Moskvu, segir að fjallaferðin með Albert prins hafi ekki átt að sýna fram á neitt annað en að Pútín kunni að slaka á og sé byrjaður að búa sig undir brotthvarf úr stjórnmálum. Jevgení Volk, þriðji stjórnmálaskýrandinn, segir hins vegar að myndbirtingarnar af Pútín berum að ofan geri varla annað en að ýta undir þá skoðun, sem nýtur vaxandi fylgis meðal stjórnmálaelítunnar í Moskvu, að óþarfi sé að taka Pútín alvarlega lengur. Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur jafnan verið umtalaður leiðtogi, bæði innan Rússlands og utan. Fáir áttu þó von á þeirri holskeflu sem birst hefur af slúðri og vangaveltum eftir að myndir af honum birtust í síðustu viku, berum að ofan og stæltum. Myndirnar voru teknar í fjallaferð hans með Albert Mónakóprins í Síberíu, og voru birtar með áberandi hætti á vefsíðu forsetans sjálfs og síðan á forsíðu dagblaðs undir fyrirsögninni: „Vertu eins og Pútín“. Rússneskir fjölmiðlar eru enn, viku síðar, að velta sér upp úr málinu og meðal annars er mikið spáð í hvaða pólitísku skilaboðum forsetinn hafi viljað koma á framfæri. Í spjallþætti einum í útvarpi hafði þáttastýran orð á því, hafi Pútín ætlað sér að höfða betur til kjósenda þá væri þar með gefið í skyn að hann ætli að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Þegar þáttastýran spurði svo hvort athæfið væri viðeigandi rigndi yfir hana tölvupóstum frá kvenfólki sem átti vart orð yfir aðdáun sinni á stæltum líkama forsetans. Samkynhneigðir Rússar hafa velt því fyrir sér hvort Pútín vilji með þessu hvetja til umburðarlyndis gagnvart hommum og lesbíum. Á Netinu var dreift skopmynd af þeim Pútín og Albert þar sem ævintýrum þeirra á fjöllum var líkt við ástarsögu samkynhneigðu kúrekanna í bíómyndinni Brokeback Mountain. Pútín er 54 ára gamall, kvæntur og tveggja dætra faðir. Hann hefur löngum lagt rækt við karlmennskuímynd sína og er meðal annars þekktur skíðamaður og með svarta beltið í júdó. Hann hefur komið fram í sjónvarpi við ýmis tækifæri, og meðal annars sést aka flutningabifreið, stjórna járnbrautarlest, sigla kafbát og við stýrið á orustuþotu. Öfugt við forvera sinn, Boris Jeltsín, sem þótti á stundum trúðslegur drykkjumaður, þá hefur Pútín gefið þá mynd af sé að hann sé alvarlegur í bragði, kraftmikill, allsgáður og hnyttinn í tilsvörum. „Hann er svalur. Það hefur verið ímyndin alla forsetatíðina, svalur,“ sagði Sergei Markov, stjórnmálaskýrandi í Moskvu. Stanislav Belkovskí, annar stjórnmálaskýrandi í Moskvu, segir að fjallaferðin með Albert prins hafi ekki átt að sýna fram á neitt annað en að Pútín kunni að slaka á og sé byrjaður að búa sig undir brotthvarf úr stjórnmálum. Jevgení Volk, þriðji stjórnmálaskýrandinn, segir hins vegar að myndbirtingarnar af Pútín berum að ofan geri varla annað en að ýta undir þá skoðun, sem nýtur vaxandi fylgis meðal stjórnmálaelítunnar í Moskvu, að óþarfi sé að taka Pútín alvarlega lengur.
Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira