Dæmdur svikari ver hálfíslenskan meintan fjárkúgara Þórir Guðmundsson skrifar 30. október 2007 19:01 Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið. Lögfræðingurinn sem ver hinn hálfíslenska Paul Aðalsteinsson - eða Ian Strachan eins og hann kallar sig nú - hefur ævintýranlegan ferill við að verja einhverja mestu hrotta í heimi. Hann varði Saddam Hussein forseta Íraks, Slobodan Milosevic forseta Júgóslavíu, breska fjöldamorðingjann Harold Shipman, breska glaumgosann og barnaníðinginn Gary Glitter, júgóslavneska stríðsglæpamanninn Arkan og segist hafa hitt Osama bin Laden í Bagdad fyrir níu árum. Og nú ver hann Paul Aðalsteinsson gegn ásökunum um tilraun til fjárkúgunar. Sá eini þessara manna sem enn er bæði á lífi og utan fangelsismúra er reyndar Osama bin Laden. Paul Aðalsteinsson, eða Ian Strachan eins og hann kallar sig eftir að taka eftirnafn breskrar móður sinnar, á að hafa ætlað að nota myndband til að kúga fé út úr starfsmanni konungborins manns á Hilton hótelinu í Lundúnum, en það voru þá breskir lögreglumenn. Di Stefano er með myndbandið. Hann segir að á því megi heyra aðdróttanir frá aðstoðarmanni náins samstarfsmanns meðlims bresku konungsfjölskyldunnar um nokkra menn, einkum tvo, en að eftir eigi að koma í ljós hvort aðdróttanirnar séu réttar. Breskir fjölmiðlar mega ekki segja hver hinn konungborni maður var en bandarískur netmiðill sagði í dag að um væri að ræða David Linley, náfrænda drottningar, en hann er tólfi í röðinni að erfa konungdæmið. Á myndbandinu á aðstoðarmaður hans að hafa lýst samneyti þeirra og tekið kókaín upp úr umslagi með innsigli Linleys. En aftur að di Stefano. Hann var árið 1986 dæmdur í fangelsi fyrir svik, með þeim orðum dómarans að hann væri svindlari að eðlisfari, siðblindur og samviskulaus. Hann mun hafa verið gerður útlægur úr Bandaríkjunum og meinað að flytja til Nýjasjálands. Hann var stjórnarmaður í Dundee United í Skotlandi og ætlaði að kaupa félagið en fékk ekki. Di Stefano var í Írak að verja Tariq Aziz fyrrum utanríkisráðherra Íraks þegar kallið kom frá Elizabeth Strachan, móður Pauls, um að verja son sinn. Og sjálfur segist hann vera skráður í Vestmannaeyjum og með íslenskt kreditkort. Hann tekur sérstaklega fram að hægt verði eftir 20. desember í ár að ferðast um 24 aðildarríki Schengen samstarfsins í Evrópu. Þar vísar di Stefano til þess að eftir 20. desember ganga nýju ríki Evrópusambandsins í Schengen og eftir það geta Íslendingar - og di Stefano - ferðast milli 24 Evrópuríkja án þess að sýna vegabréf. Hvers vegna það skiptir þennan litríka lögmann máli er hins vegar óljóst. Di Stefano var eitt sinn spurður hvar hann myndi verja Satan sjálfan. Já, var svarið, allir hata Satan en það hefur heyrt hans hlið á málinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið. Lögfræðingurinn sem ver hinn hálfíslenska Paul Aðalsteinsson - eða Ian Strachan eins og hann kallar sig nú - hefur ævintýranlegan ferill við að verja einhverja mestu hrotta í heimi. Hann varði Saddam Hussein forseta Íraks, Slobodan Milosevic forseta Júgóslavíu, breska fjöldamorðingjann Harold Shipman, breska glaumgosann og barnaníðinginn Gary Glitter, júgóslavneska stríðsglæpamanninn Arkan og segist hafa hitt Osama bin Laden í Bagdad fyrir níu árum. Og nú ver hann Paul Aðalsteinsson gegn ásökunum um tilraun til fjárkúgunar. Sá eini þessara manna sem enn er bæði á lífi og utan fangelsismúra er reyndar Osama bin Laden. Paul Aðalsteinsson, eða Ian Strachan eins og hann kallar sig eftir að taka eftirnafn breskrar móður sinnar, á að hafa ætlað að nota myndband til að kúga fé út úr starfsmanni konungborins manns á Hilton hótelinu í Lundúnum, en það voru þá breskir lögreglumenn. Di Stefano er með myndbandið. Hann segir að á því megi heyra aðdróttanir frá aðstoðarmanni náins samstarfsmanns meðlims bresku konungsfjölskyldunnar um nokkra menn, einkum tvo, en að eftir eigi að koma í ljós hvort aðdróttanirnar séu réttar. Breskir fjölmiðlar mega ekki segja hver hinn konungborni maður var en bandarískur netmiðill sagði í dag að um væri að ræða David Linley, náfrænda drottningar, en hann er tólfi í röðinni að erfa konungdæmið. Á myndbandinu á aðstoðarmaður hans að hafa lýst samneyti þeirra og tekið kókaín upp úr umslagi með innsigli Linleys. En aftur að di Stefano. Hann var árið 1986 dæmdur í fangelsi fyrir svik, með þeim orðum dómarans að hann væri svindlari að eðlisfari, siðblindur og samviskulaus. Hann mun hafa verið gerður útlægur úr Bandaríkjunum og meinað að flytja til Nýjasjálands. Hann var stjórnarmaður í Dundee United í Skotlandi og ætlaði að kaupa félagið en fékk ekki. Di Stefano var í Írak að verja Tariq Aziz fyrrum utanríkisráðherra Íraks þegar kallið kom frá Elizabeth Strachan, móður Pauls, um að verja son sinn. Og sjálfur segist hann vera skráður í Vestmannaeyjum og með íslenskt kreditkort. Hann tekur sérstaklega fram að hægt verði eftir 20. desember í ár að ferðast um 24 aðildarríki Schengen samstarfsins í Evrópu. Þar vísar di Stefano til þess að eftir 20. desember ganga nýju ríki Evrópusambandsins í Schengen og eftir það geta Íslendingar - og di Stefano - ferðast milli 24 Evrópuríkja án þess að sýna vegabréf. Hvers vegna það skiptir þennan litríka lögmann máli er hins vegar óljóst. Di Stefano var eitt sinn spurður hvar hann myndi verja Satan sjálfan. Já, var svarið, allir hata Satan en það hefur heyrt hans hlið á málinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira