Dæmdur svikari ver hálfíslenskan meintan fjárkúgara Þórir Guðmundsson skrifar 30. október 2007 19:01 Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið. Lögfræðingurinn sem ver hinn hálfíslenska Paul Aðalsteinsson - eða Ian Strachan eins og hann kallar sig nú - hefur ævintýranlegan ferill við að verja einhverja mestu hrotta í heimi. Hann varði Saddam Hussein forseta Íraks, Slobodan Milosevic forseta Júgóslavíu, breska fjöldamorðingjann Harold Shipman, breska glaumgosann og barnaníðinginn Gary Glitter, júgóslavneska stríðsglæpamanninn Arkan og segist hafa hitt Osama bin Laden í Bagdad fyrir níu árum. Og nú ver hann Paul Aðalsteinsson gegn ásökunum um tilraun til fjárkúgunar. Sá eini þessara manna sem enn er bæði á lífi og utan fangelsismúra er reyndar Osama bin Laden. Paul Aðalsteinsson, eða Ian Strachan eins og hann kallar sig eftir að taka eftirnafn breskrar móður sinnar, á að hafa ætlað að nota myndband til að kúga fé út úr starfsmanni konungborins manns á Hilton hótelinu í Lundúnum, en það voru þá breskir lögreglumenn. Di Stefano er með myndbandið. Hann segir að á því megi heyra aðdróttanir frá aðstoðarmanni náins samstarfsmanns meðlims bresku konungsfjölskyldunnar um nokkra menn, einkum tvo, en að eftir eigi að koma í ljós hvort aðdróttanirnar séu réttar. Breskir fjölmiðlar mega ekki segja hver hinn konungborni maður var en bandarískur netmiðill sagði í dag að um væri að ræða David Linley, náfrænda drottningar, en hann er tólfi í röðinni að erfa konungdæmið. Á myndbandinu á aðstoðarmaður hans að hafa lýst samneyti þeirra og tekið kókaín upp úr umslagi með innsigli Linleys. En aftur að di Stefano. Hann var árið 1986 dæmdur í fangelsi fyrir svik, með þeim orðum dómarans að hann væri svindlari að eðlisfari, siðblindur og samviskulaus. Hann mun hafa verið gerður útlægur úr Bandaríkjunum og meinað að flytja til Nýjasjálands. Hann var stjórnarmaður í Dundee United í Skotlandi og ætlaði að kaupa félagið en fékk ekki. Di Stefano var í Írak að verja Tariq Aziz fyrrum utanríkisráðherra Íraks þegar kallið kom frá Elizabeth Strachan, móður Pauls, um að verja son sinn. Og sjálfur segist hann vera skráður í Vestmannaeyjum og með íslenskt kreditkort. Hann tekur sérstaklega fram að hægt verði eftir 20. desember í ár að ferðast um 24 aðildarríki Schengen samstarfsins í Evrópu. Þar vísar di Stefano til þess að eftir 20. desember ganga nýju ríki Evrópusambandsins í Schengen og eftir það geta Íslendingar - og di Stefano - ferðast milli 24 Evrópuríkja án þess að sýna vegabréf. Hvers vegna það skiptir þennan litríka lögmann máli er hins vegar óljóst. Di Stefano var eitt sinn spurður hvar hann myndi verja Satan sjálfan. Já, var svarið, allir hata Satan en það hefur heyrt hans hlið á málinu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið. Lögfræðingurinn sem ver hinn hálfíslenska Paul Aðalsteinsson - eða Ian Strachan eins og hann kallar sig nú - hefur ævintýranlegan ferill við að verja einhverja mestu hrotta í heimi. Hann varði Saddam Hussein forseta Íraks, Slobodan Milosevic forseta Júgóslavíu, breska fjöldamorðingjann Harold Shipman, breska glaumgosann og barnaníðinginn Gary Glitter, júgóslavneska stríðsglæpamanninn Arkan og segist hafa hitt Osama bin Laden í Bagdad fyrir níu árum. Og nú ver hann Paul Aðalsteinsson gegn ásökunum um tilraun til fjárkúgunar. Sá eini þessara manna sem enn er bæði á lífi og utan fangelsismúra er reyndar Osama bin Laden. Paul Aðalsteinsson, eða Ian Strachan eins og hann kallar sig eftir að taka eftirnafn breskrar móður sinnar, á að hafa ætlað að nota myndband til að kúga fé út úr starfsmanni konungborins manns á Hilton hótelinu í Lundúnum, en það voru þá breskir lögreglumenn. Di Stefano er með myndbandið. Hann segir að á því megi heyra aðdróttanir frá aðstoðarmanni náins samstarfsmanns meðlims bresku konungsfjölskyldunnar um nokkra menn, einkum tvo, en að eftir eigi að koma í ljós hvort aðdróttanirnar séu réttar. Breskir fjölmiðlar mega ekki segja hver hinn konungborni maður var en bandarískur netmiðill sagði í dag að um væri að ræða David Linley, náfrænda drottningar, en hann er tólfi í röðinni að erfa konungdæmið. Á myndbandinu á aðstoðarmaður hans að hafa lýst samneyti þeirra og tekið kókaín upp úr umslagi með innsigli Linleys. En aftur að di Stefano. Hann var árið 1986 dæmdur í fangelsi fyrir svik, með þeim orðum dómarans að hann væri svindlari að eðlisfari, siðblindur og samviskulaus. Hann mun hafa verið gerður útlægur úr Bandaríkjunum og meinað að flytja til Nýjasjálands. Hann var stjórnarmaður í Dundee United í Skotlandi og ætlaði að kaupa félagið en fékk ekki. Di Stefano var í Írak að verja Tariq Aziz fyrrum utanríkisráðherra Íraks þegar kallið kom frá Elizabeth Strachan, móður Pauls, um að verja son sinn. Og sjálfur segist hann vera skráður í Vestmannaeyjum og með íslenskt kreditkort. Hann tekur sérstaklega fram að hægt verði eftir 20. desember í ár að ferðast um 24 aðildarríki Schengen samstarfsins í Evrópu. Þar vísar di Stefano til þess að eftir 20. desember ganga nýju ríki Evrópusambandsins í Schengen og eftir það geta Íslendingar - og di Stefano - ferðast milli 24 Evrópuríkja án þess að sýna vegabréf. Hvers vegna það skiptir þennan litríka lögmann máli er hins vegar óljóst. Di Stefano var eitt sinn spurður hvar hann myndi verja Satan sjálfan. Já, var svarið, allir hata Satan en það hefur heyrt hans hlið á málinu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira