Erlent

Hætta á að írösk stífla bresti

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Bandarískur verktaki flýgur yfir stífluna sem er sú stærsta í Írak.
Bandarískur verktaki flýgur yfir stífluna sem er sú stærsta í Írak. MYND/AP

Hætta er á að stærsta stífla í Írak bresti með þeim afleiðingum að 20 metra há vatnsalda skelli á borginni Mosul þar sem 1,7 milljón manns búa. Í maí síðastliðnum hvöttu Bandaríkjamenn írösk stjórnvöld til að setja viðgerð á stíflunni í forgang þar sem afleiðingarnar gætu kostað fjölda mannslífa.

Þrátt fyrir það hefur verkefninu sem áætlað er að kosti 16 milljarða lítið sem ekkert miðað áfram samkvæmt heimildum BBC.

Írakar halda því staðfastlega fram að þeir hafi minnkað hættuna á því að stíflan bresti og engin ástæða sé til að óttast.

Bandarískur eftirlitsaðili segir að þrátt fyrir það hafi spilling og óstjórn plagað endursmíði stíflunnar. Í skýrslu sem birt var í dag segir að skammtímalausnir á verkefnum sem fjármögnuð eru af Bandaríkjamönnum hafi ekki leyst vandamál við stífluna. Skýrslan er gerð af yfirmanni eftirlitsnefndar með íröskum endurbyggingum. Í henni segir ennfremur að mikilir misbrestir hafi veirð hjá nokkrum 21 verktakafyrirtækja sem fengin voru til verksins. Á meðal þess sem þótti að voru illa byggð mannvirki og afhending óviðeigandi hluta.

Stíflan hefur verið vandamál frá því hún var byggð árið 1984. Hún er byggð á vatnsuppleysanlegu gifsi sem orsakaði leka innan mánaða frá því að hún var tekin í notkun. Henni var strax þá lýst af sérfræðingum sem „gallaðri í grundvallaratriðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×