Erlent

Erkki Tuomioja verður næsti forseti Norðurlandaráðs

Fyrrum utanríkisráðherra Finnlands, jafnaðarmaðurinn Erkki Tuomioja, verður forseti Norðurlandaráðs árið 2008 . Sænska fréttaþjónustan Internytt greinir frá þessu. Fréttaþjónustan segir ríkisstjórnarflokkana og jafnaðarmenn hafa orðið sammála um skipan í embættið á þriðjudag.

Fjallað er um málið á heimasíðu ráðsins. Þar segir að mótframbjóðandi Tuomiojas er fyrrum menningarmálaráðherra Finnlands, Claes Andersson úr Samtökum vinstrimanna. Andersson er formaður sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Samkvæmt fréttaþjónustuni er hann óánægður með niðurstöðuna og hyggst segja af sér.

Finnar taka við formennsku í Norðurlandaráði um áramót og þá mun einn af þingmönnum þeirra í Norðurlandaráði verða forseti ráðsins.

Forsetinn er formlega kjörinn á Norðurlandaráðsþingi að þessu sinni er haldið í Ósló um næstu mánaðamót.

Norðmenn skila þá af sér formennsku í Norðurlandaráði og gegnir Dagfinn Høybråten formaður kristilega þjóðarflokksins forsetaembættinu út árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×