Erlent

Súdanski herinn neitar árás á Darfur

Hermaður Afríkubandalagsins við yfirgefið þorp.
Hermaður Afríkubandalagsins við yfirgefið þorp. MYND/AFP

Súdanski herinn hefur neitað að ráðist á eina uppreisnarhóp í Darfur sem skrifaði undir friðarsamkomulag við stjórnina. Herinn segir ættbálkaerjur orsök átaka í bænum Muhajiriya þar sem 45 létust. Sudanski frelsisherinn var eini hópur uppreisnarmanna sem skrifuðu undir friðarsamkomulagið árið 2006 og varð þannig hluti af stjórn landsins.

Muhajiriya í suðurhluta Darfur-héraðs er stærsti bærinn á valdi þeirra. Uppreisnarmenn segja varaherlið á vegum stjórnarinnar sem þekkt er undir nafinu Janjaweed sé enn að brenna þorp í nágrenninu ásamt almennum hermönnum. Herinn neitar að hafa átt þátt í árásunum á Muhajiriya á mánudag.

Stjórnmálaskýrendur segja aukið ofbeldi tengjast samningaviðræðum sem hefjast í Líbíu 27. október, þannig sé hægt að tryggja land og styrkja samningsstöðu.

Martin Luther Agwai herforingi Afríkubandalagsins sem einnig mun stjórna 26 þúsund manna friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna sagði að flugvélar stjórnarinnar hefðu varpað sprengjum á bæinn. Hann leiðrétti það síðar og sagði herlið sitt hafa gert mistök. Þrátt fyrir að Antonov flugvélar hafi flogið yfir bæinn á meðan árásinni stóð hafi það verið hermenn á landi niðri sem stóðu að stórskotaárásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×