Erlent

Fíll drap þjálfara sinn

Taugaveiklaður fíll í rússneskum dýragarði drap dýraþjálfara sinn í dag með því að lemja rananum einu sinni kröftuglega í hana. Verið var að undirbúa flutning dýrana frá dýragarðinum í Moskvu til dýragarðs á Spáni. Atvikið varð þegar þeir voru reknir um borð í sérhannaðan pallbíl.

Talsmaður dýragarðsins harmaði atvikið og sagði að konan sem var fertug hafi verið dyggur dýraþjálfari og unnið með fílunum í mörg ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×