Hörð átök á Norðurbrú 2. mars 2007 06:15 Fólk ætlaði sér greinilega ekki að láta lögregluna taka Ungdómshúsið átakalaust. MYND/Teitur Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira