Hörð átök á Norðurbrú 2. mars 2007 06:15 Fólk ætlaði sér greinilega ekki að láta lögregluna taka Ungdómshúsið átakalaust. MYND/Teitur Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst. Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst.
Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira