Hörð átök á Norðurbrú 2. mars 2007 06:15 Fólk ætlaði sér greinilega ekki að láta lögregluna taka Ungdómshúsið átakalaust. MYND/Teitur Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira