Enski boltinn

Derby County í úrvalsdeildina

NordicPhotos/GettyImages
Derby County tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að leggja West Brom 1-0 í umspilsleik liðanna á Wembley. Það var Stephen Pearson sem skoraði 60 milljón punda markið fyrir Derby, sem leikur nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 2002. West Brom var sterkari aðilinn í leiknum í dag og lauk keppni með fleiri stig en Derby í deildinni í vor - en það skilaði liðinu engu þegar upp var staðið í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×